Saga félagsins

Félag húsgagna- og innréttingaframleiðenda var stofnað 1. október 1931 í þeim tilgangi að gæta hagsmuna stéttarinnar. Tilgangur félagsins er meðal annars að efla samstöðu og gæta hagsmuna félagsmanna sem og að vera málsvari greinarinnar gagnvart almenningi, öðrum hagsmunasamtökum og hinu opinbera. Þá leggur félagið áherslu á að stuðlað sé að vandaðri framleiðslu og framförum í greininni og menntamálum.

Í fyrstu fundargerðabók félagsins er sagt frá tildrögum að stofnun þess. Í þá tíð töldu menn greinina tilbúna í samkeppni við innflutning enda segir í bókinni: „Þar eð iðngrein sé er þeir stunduðu að þeirra dómi, væri komin á það stig, að þeir með góðri samvisku gætu fyllilega borið hana við samsorta vörur, sem fluttar eru og hafa verið frá ýmsum nágrannalöndum.“
Stofnendur voru níu húsgagnameistarar en fjórir meistarar slógust í hópinn nokkrum dögum síðar. Í upphafi hét félagið Húsgagnameistarafélag Reykjavíkur en var breytt í landsfélag með sama nafni um miðjan sjöunda áratuginn. Tíu árum síðar var félaginu breytt úr meistarafélagi í fyrirtækjafélag og nafninu breytt í samræmi við það.

Félagið varð snemma aðili að Vinnuveitendasambandi Íslands og Landssambandi iðnaðarmanna en samstarf félagsins og Landssambandsins var ávallt mikið og gott. Frá stofnun Samtaka iðnaðarins hafa þau annast daglegan rekstur félagsins. Hin eiginlega hagsmunabarátta sem og fagleg málefni greinarinnar eru nú einnig unnin í samstarfi við SI.

Aðild
Rétt til aðildar að Félagi húsgagna- og innréttingaframleiðenda eiga skrásett fyrirtæki sem starfa í húsgagna- og innréttingaiðnaði og meistarar sem reka sjálfstætt húsgagna- og/eða innréttingaverkstæði.
Sækja um aðild
Stjórn félagsins
Tengiliður félagsins hjá SI
Lög